Nú fer í hönd góður tími til að kalka en best er að kalka að vori og hausti. Með því að kalka og viðhalda þannig réttu sýrustigi í jarðvegi næst að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna úr jarðvegi. Kölkun hefur því mikil og jákvæð áhrif á áburðarnýtingu.

Dolomit Mg-kalk er hagkvæmur kalkgjafi. Gefinn er 3500 kr/t afsláttur til þeirra sem kaupa Yara áburð. Kalkið er til afgreiðslu á helstu höfnum landsins.

Við leggjum endurgjaldslaust til Bredal kalkdreifara. Traustir verktakar dreifa kalkinu á hagkvæman hátt.

Við tökum jarðvegssýni og túlkum niðurstöður.

Sölufulltrúar veita allar frekari upplýsingar.