Fréttabréfið KORNIÐ er komið út. Í fréttabréfinu er að finna yfirlit yfir áburðartegundir Yara, upplýsingar um innihald og hagkvæma notkun einstakra áburðartegunda, upplýsingar um sölufulltrúa og nýja verðskrá.
Opnuviðtalið að þessu sinni er við Guðmund H. Davíðsson bónda í Miðdal í Kjós. Hann og konan hans, Svanborg Anna Magnúsdóttir, eru með kúabú ásamt því að vera með nautaeldi og hrossarækt. Þau hjónin hafa notað Yara áburð undanfarin ár með ágætum árangri.

Einnig er fjallað um notkun selenbætts áburðar og snefilefni í einkorna og fjölkorna áburði.

Vöruval Yara er fjölbreytt eins og áður, en þó hefur tegundum verið fækkað. Miklar hækkanir hafa átt sér stað á helstu hráefnum til áburðarframleiðslu og einnig vegna mikillar eftirspurnar sem áburðarverksmiðjur eru ekki að anna í dag. Því verður ekki hjá því komist að hækka áburðarverð umtalsvert. Sjá nánar í leiðara Kornsins á bls. 2.

Til að nýta sér lægsta verð okkar er hagkvæmast að ganga frá pöntun sem fyrst og vega þannig á móti stighækkandi verðbreytingu. Einnig vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir á áburðarmarkaði en ekki sér enn fyrir endann á verðhækkunum á erlendum mörkuðum.

Viðskiptakjör verða með óbreyttum hætti frá í fyrra.
Vextir reiknast frá eindaga reiknings en þó ekki fyrr en 15. maí 2008.

KORNIÐ janúar 2008 á pdf formi