ÚTGEFiÐ EFNI
Við birtum nú Yara áburðarverðskrá. Verðskráin er birt með fyrirvara um prentvillur og getur breyst án fyrirvara.
Verðlækkun á Yara áburði frá janúar verðskrá 2024 er 5%
ÚTGEFiÐ EFNI
Áburðarhandbókin hentar öllum sem vilja fræðast um áburðarmál. Í áburðarhandbókinni koma fram ítarlegar upplýsingar um áburðartegundir sem í boði eru frá Yara hér á landi. Fjallað er um geymslu og meðhöndlun áburðar, áburðardreifingu og mikilvægi áburðaráætlana auk áburðarleiðbeininga og upplýsingum um mikilvæg næringarefni. Einnig eru upplýsingar um helstu þætti sem snúa að kölkun og ávinning af því að viðhalda réttu sýrustigi jarðvegs.
UPPLÝSINGAR
Yara hefur skuldbundið sig til að gera opinberar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda við áburðarframleiðslu. Þetta gerir bændum, söluaðilum og öðrum er tengjast landbúnaði kleyft að velja umhverfisvænt og takmarka umhverfisáhrif frá landbúnaðinum.
Yara ábyrgist að losun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslu áburðar sem er seldur í norður Evrópu sé lægri en 3,6 kg CO2-ígildi per kg N.
Náum árangri saman
Áburður sem uppfyllir ströngustu kröfur um gæði
Við viljum stuðla að hagkvæmri og umhverfisvænni búvöruframleiðslu í samvinnu við bændur, neytendum til hagsbóta.
Yara leggur áherslu á að vinna með bændum við að þróa áburð sem uppfyllir ströngustu kröfur um gæði og umhverfisáhrif. Allur Yara áburður er einkorna.
Áreiðanlegar upplýsingar um jarðrækt
Tökum heysýni, jarðvegssýni og skítasýni og túlkum niðurstöður á skýran hátt.
Nýtum búfjáráburð og kölkum með Dolomit Mg-kalki til að bæta nýtingu áburðarefna og með því lágmarka notkun á tilbúnum áburði.