Sagro – Þekking og vöxtur er danskt landbúnaðarráðgjafafyrirtæki. Þessi grein birtist 11.2.2016 á heimasíðu þeirra Sagro www.sagro.dk og er textinn eftir Lilli Snekmose. Við höfum þýtt greinina og birtist hún hér.
Með meira en árs seinkun [11.02.2016] hefur nú NaturErhvervstyrelsen gert opinberar niðurstöður eftirlits- og prófana á áburði sem voru gerðar fyrri hluta árs 2014. Skýrslan er mjög ófullnægjandi en gefur engu að síður til kynna í enn eitt skiptið að næringarefni vantar í áburðinn.
Nú liggja loks fyrir niðurstöðurnar frá áburðareftirlitinu. Á jóskum plöntudegi þann 2. febrúar var gagnrýnt að enn lægju ekki fyrir niðurstöður. Þann 9. febrúar voru niðurstöðurnar hins vegar gerðar opinberar á heimasíðu stofnunarinnar.
Því miður er margt í skýrslunni ábótavant þar sem margir afgerandi þættir í henni fylgja ekki þeim gæðum sem skýrslur fyrri ára hafa náð. Það er til dæmis áberandi að stofnunin lætur ógert að draga saman tölfræðiupplýsingar úr prófunum á mismunandi áburðartegundum, eins og alltaf hefur verið gert. Þar með er orðið ómögulegt í þessari skýrslu að sannreyna hvort skortur á næringarefnum sé meira áberandi í fjölkorna áburði en í einkorna áburði eða fljótandi áburði.
Kröfur um meira eftirlit NÚNA
Landsráðunautur áburðarmála, Leif Knudsen frá SEGES segir við Landbúnaðarráðgjöf Jótlands að áburðareftirlitið hafi hreint út sagt beðið skipbrot.
-Ráð mitt er að setja til hliðar núverandi eftirlitskerfi með áburði og eins fljótt og hægt er að innleiða nýtt og skilvirkara kerfi. Eins og þetta er núna seinkar niðurstöðunum alltaf, segir hann.
Tage Schmidt, formaður neytendahóps plönturæktenda vill sjá breytingar:
-Þetta er gjörsamlega vonlaust. Það gáfulegasta sem ætti að gera núna er að hætta við að vinna úr áburðarprófunum frá árinu 2015, því ef við eigum að bíða í heilt ár eftir niðurstöðum úr þeim þá eru þær gagnslausar. Við þurfum nýtt og skilvirkara eftirlit og nú vil ég setja pressu á talsmann okkar hjá Landsudvalget for Planteavl að koma þessu á hreyfingu. Og það þarf að ganga hratt fyrir sig. Við krefjumst að niðurstöður prófana fyrir árið 2016 liggi fyrir í síðasta lagi 1. nóvember í ár.
Eftirlitið er ekki peninganna virði
Leif Knudsen er sammála um að eftirlitið sé ekki peninganna virði.
-Hugmyndin er sú að skýrslan skilji þá framleiðendur frá sem fá skell í henni og að þær upplýsingar sem þar koma fram kalli á viðbrögð á markaðnum. Svona virkar þetta ekki í dag, vill Leif Knudsen meina. Samkvæmt honum eru bæði bændur og fóðurframleiðendur sammála um að núverandi eftirlitskerfi sé ófullnægjandi. Búið er að setja á fót sameiginlega nefnd sem vinnur að því að fá eftirlitið skerpt. Fyrsti fundurinn gekk vel, upplýsir Leif Knudsen, en þó flestir séu sammála um að núverandi kerfi virki ekki sem skyldi þá er langt í frá samhugur um það hvernig skipuleggja eigi eftirlitið.
-Síðasta eftirlitsskýrsla sýnir enn einu sinni alla veikleikana við núverandi kerfi og hún verður vonandi enn einn hvatinn til þess að koma hreyfingu á vinnuna við að koma nýju kerfi á, segir Leif Knudsen.
Ennþá mikill skortur á næringarefnum
Tölfræðin yfir hverja áburðartegund fyrir sig er sem sé óaðgengileg í þeirri eftirlitsskýrslu sem nú liggur fyrir. Það er þar af leiðandi ekki mögulegt að sjá hvort það vanti næringarefni í fjölkorna áburð 2014 eins og fyrri ár, þar sem hátt hlutfall reyndist skorta einhver næringarefni.
En samt sem áður færir þetta sönnur á að enn einu sinni eru vandamál með skort á næringarefnum. Sjá töflu 1. Hér eru bornar saman niðurstöður úr öllum áburðartegundum á 6 ára tímabili ásamt niðurstöðum ársins 2014. Fyrir N (köfnunarefni) og K (kalí) er veruleg afturför. Fyrir P (fosfór) er töluverð framför.
% N skortur | % P skortur | % K skortur | |
% yfir 6 ár |
7,1 |
9,8 |
14 |
% 2014 |
13 |
3 |
19 |
Tafla 1. % skortur á næringarefnum í öllum áburðartegundum.
Í töflu 2 eru bornar saman niðurstöður frá 2009-2013 á prófunum á einkorna- og fjölkorna áburði. Það eru þessar niðurstöður sem vantar í eftirlitsskýrsluna frá 2014.
% N skortur | % P skortur | % K skortur | |
Einkorna áburður |
2,8 |
6,8 |
8,8 |
Fjölkorna áburður |
10,6 |
15,3 |
26,6 |
Tafla 2. % skortur á næringarefnum í áburði frá 2009 til 2013.
http://www.sagro.dk/nyhedsarkiv/kontrolrapport-om-goedning-er-helt-haabloes