Franzefoss Minerals
Franzefoss Minerals er leiðandi framleiðandi á kalki í Noregi. Franzefoss er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1919.
Stefna fyrirtækisins er byggð á áherslum á umhverfismál þar sem ábyrg nýting á auðlindum er höfð að leiðarljósi.
Fyrirtækið framleiðir kalk sem nýtt er til ýmissa verkefna, þar á meðal í landbúnaði. Dolomit Mg-kalkið frá Franzefoss hefur reynst vel til að hækka sýrustig og bæta frjósemi jarðvegs.