Áburðarverð á erlendum mörkuðum er mjög hátt. Mikil óvissa er um framboð og verðþróun á komandi mánuðum.

Verð á gæða Dolomit Mg-kalki frá Franzefoss Minerals í lausu helst óbreytt hjá okkur 21.741 kr/tonn án vsk.meðan birgðir endast í haust. Það er tilbúið afgreiðslu og dreifingar. Sölufulltrúar veita allar frekari upplýsingar. 

Kölkun hefur mikil og jákvæð áhrif á áburðarnýtingu. Með því að kalka og viðhalda réttu sýrustigi í jarðvegi næst að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna. Kölkun er því afar mikilvæg.
Haustin eru kjörin tími til að kalka tún og ætti full virkni að vera komin á kalkið næsta vor.

  • Kölkun eykur aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi og stuðlar að bættri frjósemi.
  • Kölkun eykur endingu sáðgresis í túnum sem stuðlar að aukinni uppskeru og lystugra fóðri.
  • Kölkun stuðlar að bættri nýtingu næringarefna úr áburði.

Hvert er æskilegt sýrustig?

Til að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna í jarðvegi er ákjósanlegast að sýrustigið sé á bilinu
pH 6,0 – 6,5.

Nytjaplöntur gera mismunandi kröfur til sýrustigs. Bygg, smári og nytjajurtir af krossblómaætt þola t.d. illa súra jörð.

Almennt er sýrustig lágt í jarðvegssýnum hjá bændum. Við slíkar aðstæður bindast næringarefnin fast í jarðvegi og aðgengi plantna að þeim verður mjög takmarkað.

Nánari upplýsingar um: