OPTI-START 14-18-0 (4S)

Mikilvægt er að gefa plöntum góða byrjun á vorin sérstaklega í köldum jarðvegi og í ræktun þar sem fósfór skiptir miklu máli t.d. fyrir korn og kartöflur. Vegna markaðsaðstæðna þá hefur OPTI-START™ 12-23-0 verið skipt út á þessu tímabili fyrir OPTI-START™ 14-18-0 (4S).

Markmiðið með startáburði er að bæta við smá fosfór og köfnunarefni nálægt fræinu/hnýði til að gefa því forskot og fá þar af leiðandi meiri uppskeru. Fosfór er næringarefni sem ræturnar sjálfar verða að finna, hann er ekki mjög hreyfanlegur í jarðveginum. Með startáburði tryggir þú sterkari plöntur og forðast tímabundinn skort sem getur valdið uppskerutapi. OPTI-START™ 14-18-0 (4S) er góður valkostur í staðin fyrir OPTI-START™ 12-23-0.

Til að bæta við 1 kg af fosfór með OPTI-START™ 14-18-0 (4S) þarf 5,5 kg, þ.e.a.s. magnið verður að auka aðeins samanborið við OPTI-START™ 12-23-0 til að bæta við sama magni af fosfór. Kosturinn við OPTI-START™ 14-18-0 (4S) er að hann inniheldur einnig 4% brennistein. Þar sem startáburður er settur saman við útsæðið/útsæðiskartöfluna þarf að hafa aukabúnað í sáningsvélinni.

Dæmi um áburðarskammt að vori á kartöflur með YaraMila® 12-4-18 ásamt OPTI-START™ 14-18-0 (4S):

Dæmi um áburðarskammt að vori á korn með YaraMila 22-3-10 ásamt OPTI-START™ 14-18-0 (4S):

https://www.yara.no/gjoedsel/aktuelt/strategier-med-nye-opti-start-14-18-0-4s/

Þýtt og staðhæft af Margréti Ósk Ingjaldsdóttur.

Nánari upplýsingar um: