Einkorna – fjölkorna

Einkorna áburður – hin fullkomna lausn
– Hvert áburðarkorn inniheldur uppgefin áburðarefni.
– N + P + K + S + Mg + Se + B… auk annarra næringarefna þar sem við á.

– Öll áburðarkornin eru einsleit.
– Forsenda fyrir jafnri dreifingu.
– Með einkorna áburði fær hver planta sama aðgang að öllum áburðarefnum.

Fjölkorna áburður gefur ekki eins góða dreifingu á einstaka áburðarefnum
– Ólík áburðarkorn innihalda ólík næringarefni.
– Blanda af mismunandi kornum sem hvert um sig inniheldur eitt til tvö af þeim næringarefnum sem eru í viðkomandi áburðartegund.
– Korn af mismunandi stærð, lögun og eðlisþyngd.  Aðskilnaður verður í dreifaranum í akstri og dreifingu.
– Fyrir hvaða tegund áburðarefnis á að stilla dreifarann?

Það getur verið mikill munur á hvernig áburðarefnin skila sér til plantnanna, annars vegar úr einkorna og hins vegar úr fjölkorna áburði.

Myndinar hér að neðan sýna dæmi um þann grundvallarmun sem er á einkorna og fjölkorna áburði. Þar er reiknaður snertiflötur fosfórs við yfirborð jarðar miðað við gefnar forsendur um tvenns konar áburð. Gert er ráð fyrir einkorna áburði með fosfór í öllum áburðarkornum og hins vegar fjölkorna áburði þar sem fosfórinn fæst úr diammoniumfosfati. Báðar tegundirnar hafa heildarhlutfallið NPK 21-4-10 og borin eru á 140 kg N/ha, 25 kg P/ha og 68 kg K/ha. Myndin gerir ráð fyrir fullkomlega jafnri dreifingu áburðarins.

Þessi grundvallarmunur á einkorna og fjölkorna áburði hefur að sjálfsögðu mest áhrif á nýtingu þeirra efna sem eru í litlum hluta korna í fjölkorna áburðinum og einnig þegar heildaráburðarnotkun er lítil eins og oft er t.d. við landgræðslu. Þetta skiptir einnig meira máli varðandi þau efni sem hreyfast lítið í jarðvegi en þau sem eru auðhreyfanleg. Vitað er að fosfór hreyfist mjög lítið í jarðvegi og til þess að hann nýtist sem best þarf hann að komast sem fyrst í snertingu við plönturæturnar sem eiga að taka hann upp.

Allur áburður frá YARA er einkorna gæðaáburður

Allur áburður frá YARA er einkorna gæðaáburður.  Við framleiðslu áburðarins er hráefnunum blandað saman í þeim hlutföllum sem óskað er eftir í viðkomandi áburðartegund og áburðurinn síðan kornaður og húðaður.

 

Þessi framleiðsluaðferð tryggir að hvert korn innihaldi rétt hlutföll næringarefna, dreifieiginleikar áburðarins verði sem bestir og köggla- og rykmyndun sé í lágmarki.

Einkorna áburður.
Á svæði sem er 10×10 cm að stærð falla að meðaltali 41,6 korn sem innihalda fosfór, hvert með virknisvæði sem er 8,7 mm í þvermál
– um 25% af yfirborði jarðvegsins komast í snertingu við fosfór.

Fjölkorna áburður.
Á svæði sem er 10 x 10 cm að stærð falla að meðaltali 4,7 korn sem innihalda fosfór, hvert með virknisvæði sem er 9 mm í þvermál
– um 3% af yfirborði jarðvegsins komast í snertingu við fosfór.