Hvernig má bæta gæði hýðisins

Neytendur gera stöðugt meiri kröfur til þess kartöflur séu með hreint og aðlaðandi hýði, sérstaklega þegar þeir kaupa forpakkaðar kartöflur eða í lausvigt. Kartafla sem er með yfirborðssjúkdóm eins og svartkláða, silfurkláða, vörtukláða eða flatkláða er ekki bara minna aðlaðandi heldur einnig gjarnan með minna geymsluþol.

420-921540       420-921550      

       Silfurkláði / Flatkláði                                              Svartkláði / Vörtukláði

Plöntunæring og hýðið á kartöflunum

Rétt næring fyrir kartöfluna minnkar áhættuna af árásum sjúkdóma á hýðið og bætir þar af leiðandi yfirborðið. Kalk styrkir yfirborðið og gefur því betri mótstöðu gegn mörgum sjúkdómum. Bór, magnesíum og mangan geta líka minnkað líkurnar á flatkláða, sink minnkar líkurnar á vörtukláða og brennisteinn getur minnkað líkurnar á bæði vörtukláða og flatkláðasýkingum.

 420-917240

Kalk

Kalk styrkir yfirborð kartöflunnar og gefur betri mótstöðu gagnvart mörgum sjúkdómum eins og svartkláða, silfurkláða, vörtukláða og flatkláða. Þessar óháðu rannsóknir frá Bretlandi sýna skaðaminnkun á yfirborðinu, af ýmsum ástæðum, eftir meðhöndlun með kalksaltpétri.

 

420-917910

Bór

Bór aðstoðar við að koma jafnvægi á kalkið í frumuveggjunum og hefur einnig áhrif á upptöku þess. Þannig að rétt áburðargjöf er mikilvæg til að tryggja hæfilegan aðgang að næringarefnum og til að fá sem mest út úr kalkinu í áburðinum. Þessi rannsókn sýnir hvernig bór hefur áhrif á kalkinnihaldið í hýðinu og einnig á fjölda sjúkdóma í því.

 

 

420-917940

Sink

Sink er venjulega notað til að hindra vörtukláða þegar árásin er ekki mjög stór. En áburðargjöf í jörð með sinki mun einvörðungu gefa nóg sink til að hafa áhrif á vörtukláða. Rétt er að hafa í huga að sink má eingöngu nota sem hluta af vel skipulagðri áætlun sem er studd af öðrum jarðræktarfræðilegum aðgerðum til að minnka áhættuna á sýkingu úr jarðveginum samtímis sem ræktaðar eru þolnari yrki.

 

Brennisteinn

Brennisteinn hjálpar við að minnka hættuna á flatkláða- og vörtukláðasýkingum. Áhrifin koma fram vegna þess að frumefnið brennisteinn lækkar sýrusig jarðvegarins þegar hann er notaður. Mest áhrif nást þegar brennisteinn er borinn á við niðursetningu. En áburðargjöf með brennisteini á plöntuna sjálfa getur einnig minnkað hættuna á sýkingum.