Samtal við bændur með skemmtilegu ívafi.

Sláturfélag Suðurlands býður til bændafunda í samvinnu við DLG og YARA þar sem í boði eru fræðsluerindi um fóðrun og áburð.

Fundirnir verða haldnir frá kl. 20:30 – 23:00.

Valaskjálf, Egilsstöðum Þriðjudaginn 15. nóvember 2016
Hlíðarbæ, Akureyri Miðvikudaginn 16. nóvember 2016
Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli
Fimmtudaginn 17. nóvember 2016
Hótel Borgarnesi Föstudaginn 18. nóvember 2016

DAGSKRÁ

  • Steinþór Skúlason, forstjóri SS   –   Setur fundinn og ávarpar gesti.
  • Jakob Kvistgaard, fóðurfræðingur og vörustjóri hjá DLG   –   Hvað gerir kvígu að góðri mjólkurkú?
  • Ole Stampe, viðskiptastjóri hjá Yara   –   Kostnaður við öflun gæða gróffóðurs.
  • Unnsteinn Snorri Snorrason bútæknifræðingur   –   Fóðrun og frjósemi sauðfjár.

 

Hinir frábæru skemmtikraftar „Hundur í óskilum“ fara með gamanmál  og stýra fundum

Léttar veitingar og góðgæti verða í umsjá kvenfélagskvenna viðkomandi svæða.

Fyrirlestrarnir verða þýddir eins og þurfa þykir auk þess sem glærur verða á íslensku.

Allir velkomnir.

Bændafundir allt land 2016