Tún – Skortur á næringarefnum
Skortur á köfnunarefni (N)
Einkenni köfnunarefnisskorts: Ljósgrænn litur með gulnun í blaðfæti. Skertur vöxtur og léleg þekja.
Skortur á fosfór (P)
Einkenni fosfórsskorts: Skertur vöxtur og skrið. Stundum má sjá fjólubláan lit á grasi. Stráendar á eldra grasi verða gulir til rauðbrúnir og byrja að brotna af. Aðallitur á blöðum er dökkgrænn.
Fosfórupptaka er mest í upphafi vaxtar, skortseinkenni verða því augljósari eftir því sem plönturnar eru eldri og fosfóruppsprettan minnkar.
Upptaka á fosfór byrjar að takmarkast ef sýrustig jarðvegs fer niður fyrir 6,5.
Skortur á kalíum (K)
Einkenni kalíumskorts: Eldri blöð sýna fölvun og niðurbrot.
Brúnir blettir á blöðunum, aukast smám saman þar til blaðið visnar. Visnun hefst efst á blaðinu og færist niður.
Skertur vöxtur (styttri lengd á plöntum)
Kalíumskortur er ekki alltaf sjáanlegur, en kalíum spilar stórt hlutverk í vörnum plantna gegn hita, þurrki og kulda.
Skortur á brennisteini (S)
Einkenni brennisteinsskorts: Öll blöð með gulleitan blæ, fölvasýki. Blaðendar eru ljósbrúnir til hvítir og geta brotnað af sem gefur plöntunni stubbótt útlit.
Brennisteinsskortur sýnir svipuð einkenni og köfnunarefnisskortur, en einkenni eru sjáanleg í yngri blöðum fyrst.