Stækkun kartöfluhnýða
Vel hönnuð áburðaráætlun hefur mikil áhrif á stærð kartöfluhnýða. Köfnunarefni, fosfat, kalíum, kalsíum, magnesíum og mangan eru efni sem hefur verið sannað að hafi áhrif á stærð hnýða.
Köfnunarefni hefur áhrif á kartöflugrasið og þar af leiðandi stækkun kartöfluhnýða
Köfnunarefni er mikilvægt til að auka vöxt og uppskeru. Mest þörf er fyrir efnið í laufmyndun og til að auka vöxt og stærð hnýðisins, þar sem það tryggir góða hæfni til ljóstillífunar. Ef köfnunarefni er til staðar snemma í vexti plöntunnar eykur það stærð kartöflugrassins en á seinni stigum viðheldur það grænum lit þess og hámarkar uppskeru.
Þó verður hlutfall köfnunarefnis að vera í jafnvægi þar sem of mikið magn þess á fyrri stigum getur valdið ofvexti á kartöflugrasinu sem dregur úr myndum hnýða. Á seinni stigum getur offramboð á efninu valdið því að plantan heldur áfram að vaxa og myndar ofvaxnar kartöflur sem er hættara við að smitist af kartöflumyglu. Í þurru og heitu loftslagi, þar sem uppskera og meðalstærð hnýða eru minni en mögulegt væri, getur aukið magn köfnunarefnis samt sem áður viðhaldið vexti kartöflugrasa og lengt hnýðisvöxt.
Rétt magn og tímasetning á notkun köfnunarefnis eru mikilvæg þegar kemur að því að ná fram æskilegri uppskeru, hnýðisstærð og öðrum gæðamerkjum.
Röð rannsókna frá Englandi sýnir að aukið magn köfnunarefnis leiðir af sér stækkun á kartöfluhnýðum og þar af leiðandi aukna heildaruppskeru.
Uppbygging köfnunarefnisins sjálfs er einnig mikilvæg. Við gróðursetningu er best að nota blöndu ammoníums og nítrats, en of mikið ammoníum köfnunarefni er ókostur þar sem það dregur úr ph-gildi rótarsvæðisins sem veldur auknum líkum á rótarflókasvepp. Frá myndun hnýðisins og út vöxt þess hefur nítrat köfnunarefni áberandi kosti og er ákjósanlegra.
Notkun fosfórs eftir hnýðismyndun eykur stærð hnýða
Notkun fosfórs á kartöflugrös, eftir að hnýðismyndun hefur átt sér stað, eykur hnýðisstærð og uppskeru. Þó kemur þessi notkun ekki í stað fosfórs í jarðvegi þar sem án þess verður vöxtur snemma á tímabilinu minni en æskilegt er.
Sjálfstæð rannsókn framkvæmd á Englandi sýnir aukningu á uppskeru með notkun fosfats (PO4) á kartöflugrös eftir hnýðismyndun. Þetta leiðir af sér stærri hnýði og betri heildaruppskeru.
Kalín er nauðsynlegt fyrir góða uppskeru
Kartöfluplöntur taka upp mikið magn af kalíni gegnum vaxtartímabilið og það er nauðsynlegt fyrir góða uppskeru.
Í fimm rannsóknum framkvæmdum á þremur árum í kalínríkum eldfjallajarðvegi sást að 120kg af K2O/ha jók uppskeru um 10 t/ha.
Kalsíum hefur áhrif á vaxtarhraða kartöfluhnýða
Kalsíum er lykilefni í frumuveggjum og gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að byggja upp sterkan grunn og tryggja stöðugleika frumunnar. Efnið er nauðsynlegt í kjarnaskiptum og stækkun og er þess vegna ómissandi áður en hraður hnýðisvöxtur hefst og á meðan honum stendur.
Vöntun á magnesíum veldur smærri hnýðum
Á meðan hnýðisvexti stendur er mikil þörf fyrir magnesíum og ef það er af skornum skammti minnkar bæði hnýðisstærð og heildaruppskera. Jarðvegur með alvarlega vöntun á magnesíum getur skert uppskeru um allt að 15%. Rannsóknir sýna þó að í þeim aðstæðum er hægt að auka uppskeru um 1-10% með því að bera magnesíum á árlega.
Upptaka magnesíums er háð réttu jafnvægi hjá öðrum frumefnum, sérstaklega kalíni. Mikið magn kalíns í jarðvegi getur orsakað vöntun á magnesíum. Einnig getur jarðvegur haft nægt magn magnesíums en vöntunar samt orðið vart ef hann er þurr, þar sem þurrkur getur takmarkað upptöku. Í báðum aðstæðum getur það borið árangur að dreifa efninu á kartöflugrasið.
Aðrar aðferðir til að stækka kartöfluhnýði
- Hægt er að gróðursetja snemma á tímabilinu á þeim svæðum þar sem dagsbirta er takmörkuð.
- Einnig má gróðursetja lífeðlisfræðilega gamlar kartöflur sem koma hratt upp.
- Ef gróðursett er þegar hitastig jarðvegs er ákjósanlegt má tryggja að uppskeran komi hratt upp.
- Vökvun, næring og aðferðir til varnar plöntunum tryggja langlífi kartöflugrassins og þar með ótakmarkaðan vöxt kartöfluhnýða.
- Þurrkun á réttu stigi til að mæta markaðsþörf.