Uppskerumagn: Kartöflur
Aukning á kartöflu uppskeru
Næringarþarfir og uppskerumagn
Upptaka á næringarefnum breytist eftir vaxtarstigi uppskerunnar. Það er mikil þörf á snefilefnum í byrjun vors og nauðsynlegt er að sjá plöntunni fyrir þeim efnum sem hún þarf, þegar hún þarf þau, til að skerða ekki uppskeruna. Bæði er þörf á kalí og köfnunarefni á meðan spírur eru að myndast og þegar kartöflurnar eru að stækka.
Kalí er sérstaklega mikilvægt til að hámarka uppskeru en einnig til að viðhalda heilbrigði. Köfnunarefni er mikilvægt fyrir vöxt grasanna og sprota. Líkt og með kalí þá er köfnunarefni endurnýtt frá laufunum á meðan sprotar auka stærð sína. Fosfat er einnig nauðsynlegt í nokkuð miklu magni, sérstaklega snemma á vaxtarskeiðinu, til að hvetja til rótarmyndunar og aftur á síðari hluta vaxtarskeiðs þegar kartöflurnar eru að stækka.
Upptaka snefilefna hjá kartöflum
Þó að minni þörf sé á snefilefnum þá skiptir hlutfall þeirra höfuðmáli til að tryggja gæði uppskerunnar og magn.
Mikilvægustu snefilefnin fyrir kartöflur er bóron, kopar, mangan og sink.