Kölkun – spurt og svarað
Dolomit Mg-kalk fínt, afgreitt í lausu, pantað í tonnum. Dreift með kalkdreifara.
Dolomit Mg-kalk kornað, 600 kg sekkir. Dreift með áburðardreifara.
Hvað þarf að kalka mikið?
- Að jafnaði má gera ráð fyrir að það þurfi að nota 1 tonn/ha af Dolomit Mg-kalki til að hækka sýrustigið um 0,1 pH gildi í mýrarjarðvegi.
- Ekki dreifa meira en 3-4 t/ha af Dolomit Mg-kalki í einu á tún.
- Ef þörf er á miklu magni af kalki
- Er æskilegt að skipta magninu í tvennt, ekki bera meira á í einu en 5 t/ha á ári
Kalka samhliða jarðvinnslu og blanda því vel við jarðveginn
- Er æskilegt að skipta magninu í tvennt, ekki bera meira á í einu en 5 t/ha á ári
Hvert er sýrustig jarðvegs?
Hvenær er best að kalka?
-
Tún og akurlendi má í raun kalka hvenær ársins sem er.
-
Finna hentugan tíma þegar jarðvegur þoli umferð hvað best og minnst hætta er á skaða vegna jarðvegsþjöppunar.
-
-
Kölkun að hausti/vetri tryggir að virkni kalksins hækkar sýrustig fyrir komandi ræktunarár.
-
Forðast að kalka á mikinn snjó vegna hættu á afrennsli.
-
Best er að kalka samhliða jarðvinnslu og blanda kalkinu vel saman við jarðveginn.
-
Koma kalkinu þar sem plönturæturnar eru.
-
-
Yfirbreiðsla á gróin tún er í góðu lagi.
-
Ekki dreifa meira en 3-4 t/ha af Dolomit Mg kalki í einu.
-
Kalkið berst um 2 cm niður í svörðinn á hverju ári.
-
-
Það getur hentað að dreifa kalki milli slátta.
-
Lítil hætta á jarðvegsþjöppun
-
Kölkun hefur áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum
Kölkun hefur áhrif á áburðarnýtinguna
Kölkun skilar 20 til 50% bættri nýting á áburði sem borgar í raun kostnað við kölkunina.
- Hægt er að nota áburð með minni fosfór ef sýrustig er ákjósanlegt.
- Sama uppskera með minna magni áburðar
- Meiri uppskera með sama magni áburðar
Hvers vegna þarf að kalka?
Kölkun hækkar sýrustig jarðvegs
Kölkun eykur gróffóðurgæði
- Heilbrigði dýra er háð styrkleika steinefna í fóðri.
Kölkun bætir frjósemi jarðvegs
- Æskilegt sýrustig leiðir til aukinnar virkni örvera í jarðvegi.
Kölkun eykur virkni niturbindingar
- Ef ætlunin er að láta smára lifa í túnum þá þarf sýrustigið að vera yfir pH 6,0.
Kölkun bætir jarðvegsbyggingu
Er hægt að kalka eftir sáningu?
Hægt er að kalka eftir að búið er að sá korni/grasfræi. Fræið má ekki vera komið allt of langt af stað svo sáningin skemmist ekki undan hjólförunum. Ekki er hægt að reikna með fullri virkni af kalkinu á fyrsta ári.
Hvað má kalka mikið eftir sáningu?
Kalkmagn á gras?
Ráðlagt er að kalka ekki meira en 3 tonn/ha á gras til þess að forðast bruna. Ef kalkþörfin er meiri þá er mikilvægt að skipta upp magninu, kalka þá t.d. á haustin og vorin. Kölkun eftir fyrsta og annan slátt er líka góður tími. Dæmi er um að kalkað séu stærri skammtar á tún í Noregi en þá þarf að tryggja að regn komi strax á eftir kölkuninni. Best er að kalka við endurræktun túna.
Í þurrkatíð; þegar þarf að dreifa skít, tilbúnum áburði og kalki
Þegar búið er að dreifa skít og það skellur á þurrkatíð. Mælt er með að dreifa því næst tilbúnum áburði þegar færi gefst og bíða eftir úrkomu áður en kalkað er. Kalkið þarf raka til að leysast upp og síast inn í jarðveginn.
Kalk á kartöflur?
Hátt sýrustig getur valdið kláða hjá kartöflum því getur verið vandmeðfarið að kalka. Kartöflutegundir eru misnæmar fyrir kláða. Óhætt er að hafa sýrutigið pH 6,0 hjá kartöflum án vandræða. Kláði þrífst best í háu sýrustigi og þurri jörð. Í Noregi er það algengt að kalka með magnesíuríku kalki til að auka gæðin á kartöflunum. Kjörtími til að kalka kartöflugarða er á haustin, eftir að uppskera er tekin upp. Mikilvægt er að fylgjast vel með sýrustiginu svo það verði ekki of hátt.
Your Title Goes Here
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.