– Allur fosfór sem er að finna í Yara áburði er aðgengilegur plöntum. Annað hvort sem vatnsleysanlegur fosfór (orthophosphates) eða sítratleysanlegur fosfór (di-calciumphosphate). Hlutfallið er misjafnt milli tegunda en að jafnaði er 70-80% af fosfórnum í Yara áburði á vatnsleysanlegu formi.
– Fosfór binst auðveldlega í jarðvegi og aðeins lítill hluti af honum er hverju sinni aðgengilegur plöntum. Vatnsleysanlegur fosfór nýtist plöntum strax til upptöku en binst hins vegar mjög fljótt við jarðvegsagnir.
– Hluti af þeim fosfór losnar síðan aftur út í jarðvatnið, en hluti binst í föst efnasambönd og verður hluti af jarðvegsforða. Þegar líður á vaxtatímabilið er vatnsleysanlegi fosfórinn þannig allur að mestu bundinn í jarðvegsforða. Þess vegna er ekki æskilegt að allur hluti fosfórsins sé vatnsleysanlegur heldur æskilegt að hluti af fosfórnum sé einnig sítratleysanlegur.
– Í nýlegum rannsóknum hefur áburðargildi mismunandi forma af fosfór í Yara Mila áburði verði skoðað. Í rannsóknum sem YARA hefur gert kemur í ljós að sítratleysanlegur áburður sem við köllum P-Extend nýtist plöntum að fullu.
– Ólíkt vatnsleysanlegum fosfór er þetta form af fosfór að losna jafnt og þétt og er að bæta aðgengi plantna að fosfór 70-80 dögum eftir áburðargjöf. Þessi áhrif koma fram hvort sem jarðvegur er súr eða basískur og ekki verður binding við ál eða járn jónir í jarðveginum.
– Annar einkorna NPK áburður hefur ekki þessa eiginleika þar sem þessi jákvæðu áhrif eru vegna hágæða hráefnis sem notað er til að framleiða Yara MILA áburð.
– Það er því mikill kostur að fosfór sé að finna í ólíkum efnasamböndum. Þannig verður aðgengi að fosfór jafnara yfir vaxtartímann og áburðurinn hentar betur fyrir ólíkar jarðvegsgerðir.
– Fjölmargir þættir hafa áhrif á bindingu fosfórs í jarðvegi svo sem jarðvegsgerð, sýrustig, hitastig og magn lífræns efnis í jarðvegi.
Einkorna áburður. Á svæði sem er 10×10 cm að stærð falla að meðaltali 41,6 korn sem innihalda fosfór, hvert með virknisvæði sem er 8,7 mm í þvermál – um 25% af yfirborði jarðvegsins komast í snertingu við fosfór. |
|
Fjölkorna áburður. Á svæði sem er 10 x 10 cm að stærð falla að meðaltali 4,7 korn sem innihalda fosfór, hvert með virknisvæði sem er 9 mm í þvermál – um 3% af yfirborði jarðvegsins komast í snertingu við fosfór. |