YaraMila er alþjóðlegt vörumerki fyrir hina breiðu NPK vörulínu frá Yara. Mila er dregið af orðinu „mikla“ úr forn norrænu og þýðir velgengni. Nafnið á fyrirtækinu okkar, Yara, var búið til árið 2004 þegar Hydro var skráð á markað í kauphöllinni í Osló og nafni áburðardeildar fyrirtækisins var breytt úr Hydro Agri í Yara International ASA. Okkur finnst skipta máli að útskýra nafnið YaraMila þar sem það er eitt af alþjóðlegum vörumerkjum Yara, sem var stofnað 2004. Þrátt fyrir þetta fáum við enn fyrirspurnir frá viðskiptavinum og sölufólki um Hydro Complex, sem er YaraMila Complex.
YaraMila er alþjóðlegt vörumerki fyrir breiða NPK vörulínu, en það kemur fleira til en bara þær vörur sem innihalda N,P,K,S og önnur næringarefni í mismunandi hlutföllum. Gæði YaraMila vörulínunnar byggir á mörgum þáttum:
– Það byrjar á ströngum skilyrðum sem hráefnin þurfa að uppfylla
– Aðferðir og tækni sem notuð eru í Yara verksmiðjum miða að stöðugleika í afhendingu og ströngu eftirliti með framleiðslu á hágæða áburði
– Rannsóknir á vörum og þróun til að bæta stöðugt gæðin
– Jarðræktarrannsóknir til að þróa og prófa forrit fyrir plöntunæringu, til að auka vöxt og arðsemi.
Jarðræktarrannsóknir sem Yara stundar víða um heim eru samhæfðar af alþjóðlegu teymi vísindamanna sem eru staðsettir í “The Hanninghof Research Centre” í Þýskalandi. Teymið hefur stöðugt eftirlit með rannsóknum og rannsakar og þróar hugmyndir fyrir plöntunæringu ásamt tækjum og þjónustu til að auka vöxt og arðsemi.
Nýlegar rannsóknir hafa lotið að því að rannsaka gildi mismunandi forms fosfórs í YaraMila áburði. Rannsóknir, undir stjórn Yara, hafa staðfest að sítratleysanlegur fosfór eða P-Extend (auðveldara að muna), er plöntum að fullu aðgengilegur. Hann leysist upp á jöfnum hraða og bætir aðgengi fosfórs í 70-80 daga eftir áburðargjöf. Þetta gagnast bæði basískri og súrri jarðvegsgerð og er ekki bundið af áli og járni. Aðrar kornaðar NPK áburðartegundir bjóða ekki upp á sama aðgengileika, þar sem þetta er jákvæður ávinningur af því hágæða hráefni sem er notað við framleiðslu á YaraMila vörum.
Þessi grein birtist upprunalega á ástralskri heimasíðu Yara þann 8/11 2017 http://www.yara.com.au/news/268130/what-is-behind-a-name/ og höfum við snarað henni yfir á íslensku.