Nú í vor var sáð byggi og höfrum í sýningarreiti fyrir framan búvöruverslun SS á Hvolsvelli. Markmið reitanna er að sýna gestum og gangandi áhrif mismunandi áburðarskammta á korn.

Til að bygg og hafrar þrífist sem best er mikilvægt að sýrustigið sé rétt því var tekið jarðvegssýni úr reitnum nú í vor og er sýrustigið pH 6,26 sem telst viðunandi. Bygg gerir kröfur um að sýrustigið sé á bilinu pH 6,0-6,5 og hafrar pH 5,8-6,3.

Sýrustigið pH er eitt af lykilatriðum sem þarf að vera í lagi til að ná hámarksuppskeru í kornrækt.

 

“Rétt” sýrustig pH:

Öflugri rætur betri upptaka næringarefna meiri og betri uppskera!