Eftir slátt er mikilvægt að bera á áburð eins fljótt og auðið er. Tilbúinn áburð þarf að bera á snemma til að hann nýtist sem best.  Sé borinn á búfjáráburður milli slátta er best að gera það í rigningu.  Best er að búfjáráburðurinn sé þunnfljótandi þannig að hann gangi sem best niður í svörðinn.

Oft geta komið langir þurrka kaflar yfir sumarið.  Þess vegna er gott koma áburðinum snemma út svo að öll sú úrkoma sem fellur nýtist til að leysa hann upp.  Nætur döggin nýtist líka til að áburðurinn leysist upp.  Þá er gott að hafa í huga að áburður frá Yara tapar ekki næringargildi þó svo að hann liggi á jörðinni í nokkurn tíma áður en hann leysist upp.

bera á strax eftir slátt mynd 1

Áburðarþörf milli slátta á að taka mið af fóðurþörf eftir fyrri slátt

  • Ef uppskera í fyrsta slætti er undir væntingum er rétt að auka köfnunarefnis gjöf um nokkur kíló miðað við áætlaðar þarfir.
  • Nýlegar tilraunir frá Kotkaniemi í Finnlandi sýna að Grindstad (vallarfoxgras) er uppskerumikið og svara vel með háu N magni með aukinni uppskeru.
  • Taka þarf mið af uppskeru túna þegar áburðarþörf er áætluð. Ef slök uppskera í fyrsta slætti skýrist t.d. af gisnum sverði þá er til lítils að auka áburðarskammt í seinni slætti.
  • Ef mikið er af smára í túninu er vel hægt að draga úr köfnunarefnis gjöf

bera á strax eftir slátt mynd 2

Góð reynsla í Finnlandi eftir að snemma var borið á

Samstarfsmenn okkar í Finnlandi hafa sýnt að áburðardreifing strax eftir slátt hraðar endurvöxt grass.

Þetta koma skýrt fram í finnskri gróffóðurkeppni.  Eftir því sem fyrr var borið á þeim mun meiri var daglegur endurvöxtur.  Munurinn var greinilegur bæði í öðrum og þriðja slætti.  En sérstaklega var mikill munur á daglegur vaxtahraða í þriðja slætti.  Vinningshafinn í keppninni lagði mikla áherslu á að bera á daginn eftir slátt á meðan aðrir keppendur biðu allt upp í viku með áburðardreifingu.

Hér má finna greinina í heild sinni