Hér má sjá fróðlegt myndband um muninn á ferli köfnunarefnis frá ammóníumnítrati annars vegar og urea hins vegar.

 

Nokkrir punktar úr myndbandinu:

  • Köfnunarefni fer í gegnum efnaskiptaferla í jarðvegi og það skiptir máli á hvaða formi köfnunarefnið er.
  • Plöntur geta strax nýtt sér nítrat sem köfnunarefnisuppsprettu.  Til að plöntur geti nýtt köfnunarefni úr ammóníum og urea þarf fyrst að breyta þeim efnasamböndunum yfir í nítrat.
  • Tap á köfnunarefni, sem verður í efnaferlum, er lægst hjá nítrati en hæst hjá urea.
  • Með því að nota nítratáburð er komist hjá því að tapa köfnunarefni í efnaskiptaferlunum sem verða þegar urea og ammóníum er breytt yfir í nítrat.