Húðunin
Húðun er mikilvæg til að viðhalda gæði áburðarins og vernda hann gegn raka upptöku og skemmdum í meðferð. Tæknisetur Yara hefur þróað hagkvæma húðun sem:
– Minnkar vatnsupptöku í röku andrúmslofti
– Minnkar líkur á kögglun
– Minnkar rykmyndun
Þar að auki er húðin stundum í ákveðnum lit til að aðskilja vörur. Þau efni sem eru notuð í húðun kornanna eru skaðlaus fyrir plöntur, jarðveg eða menn.
Koma í veg fyrir kögglun
Áburður og salt vörur eiga það gjarnan til að kögglast í flutningi og geymslu. Til að koma í veg fyrir kögglun fara áburðarkorn í gegnum mismunandi efni sem innihalda iðulega yfirborðsvirkt efni og fíngert óvirkt púður. Yfirborðsvirka efnið kemur í veg fyrir að kristallamyndun tengi kornin saman, og púðrið minnkar snertingu yfirborða.
Koma í veg fyrir rykmyndun
Magn ryks sem áburður gefur frá sér stjórnast af nokkrum eðlisfræðilegum þáttum eins og brotaþoli og lögun, meðferð og húðun.
Koma í veg fyrir hitasveiflur
Undir eðlilegum aðstæðum er allur ammóníum nítrat áburður stöðugur. Þegar hann er geymdur í beinu sólarljósi þá geta orðið hitasveiflur. Það gerir það að verkum að áburðarkornin bólgna og niðurbrot verður.
Niðurbrotið gerist hraðar ef varan inniheldur raka og/eða er ekki í jafnvægi.
Ammóníum nítrat kemur fyrir í mismunandi kristalla formum; þegar það breytist úr einu í annað þá breytist einnig rúmmál þess. Breyting við 32°C leiðir til breytingar á þéttleika og getur valdið því að varan brotnar niður.
AN 33,5 og nokkrar aðrar vörur háar í ammóníum nítrati innihalda efni til að lágmarka áhrif hitabreytinga.
Hinsvegar geta þessi efni byrjað að brotna niður þegar áburður er geymdur í langan tíma ið óhentugar aðstæður. Fylgist ávallt með umhverfishita og raka, sérstaklega þar sem áburður er geymdur í miklu magni.