Sagro – Þekking og vöxtur er danskt landbúnaðarráðgjafafyrirtæki. Þessi grein birtist 5.2.2016 á heimasíðu þeirra Sagro www.sagro.dk og er textinn eftir Lilli Snekmose. Við höfum þýtt greinina og birtist hún hér.
Fóðurframleiðendum finnst að sér vegið á jóskum plöntudegi. Og já fjölkorna áburður var gagnrýndur en einungis á faglegan og vel rökstuddan hátt.
Landbúnaðarráðgjöf Jótlands hefur í mörg ár sett spurningamerki við gæði og dreifingu á fjölkorna áburði. Plönturæktunarráðgjafinn Jens Nygaard Olesen lagði aftur fram gögn, á jóskum plöntudegi þann 4. febrúar 2016, sem sýna fram á skort á næringarefnum, vandamál með vigt og léleg dreifigæði á fjölkorna áburði. Allir þessir þrír þættir eru bændum í óhag og allt er þetta stutt af rannsóknum og prófunum sem m.a. SEGES hefur gert.
Í innleggi sínu gagnrýndi Jens Nygaard Olesen á sama tíma NaturErhvervstyrelse fyrir seinagang í sinni vinnu sem eftirlitsaðili fyrir áburðargeirann. Skýrslurnar koma of seint, t.d. er skýrslan fyrir árið 2014 enn óútkomin [4.2.2016]. Hann nefndi einnig að yfirvöld geta bara gert grein fyrir 130 greiningum á sýnum í stað venjubundinna 190. Sýnin eru tekin af yfirvöldum á reikning framleiðenda. Jens Nygaard Olesen hefur áhyggjur af þessari aðferð í ljósi þess að það lítur út fyrir að það vanti 60 sýni frá árinu 2014.
-Það er ekki okkar skilningur að það sé sannað að brögð hafi verið í tafli með þau sýni sem NaturErhvervstyrelsen notar til grundvallar við greiningu sína á tilbúnum áburði. Hafi umsögn Jens Nygaard Olesen orðið til þess að einhver hafi fengið þann skilning á málinu þá var það ekki ætlunin segir Hans Jeppe Andersen, yfirmaður Jysk Mark & Miljø.
-Okkar eina markmið er að bændur kaupi áburð með góðum dreifigæðum sem inniheldur þau næringarefni sem skrifuð eru í innihaldslýsinguna. Með staðreyndir að grundvelli berjumst við fyrir bændur, bætir hann við.
Árásir á veikum grundvelli
Að fóðurframleiðendum finnist á sér troðið kemur í kjölfar erinda frá nokkrum fulltrúum úr greininni, telur Tage Schmidt formaður Neytendahóps plönturæktenda.
-Ég undrast að fólk innan fóðurframleiðslunnar geri atlögu að okkur á þessum veika grundvelli. Það lítur út fyrir að það finni sér eitthvað til að vera móðgað yfir í stað þess að horfast í augu við þá vel rökstuddu gagnrýni sem komin er fram á fjölkorna áburð, segir Tage Schmidt.
-Við viljum gjarnan finna lausnir í samstarfi við atvinnugreinina, bætir hann við.
Staðreyndir
* Árið 2014 gerði Landbúnaðarráðgjöf Jótlands prófanir á dreifingu fjölkorna áburðar á Bøgballe Research Center. Niðurstöðurnar sýndu mjög lélega dreifingarmynd. Þar að auki leiddu prófanirnar í ljós að í nokkrum sýnum var kalí innihaldið einungis um helmingur af því sem það átti að vera samkvæmt innihaldslýsingu.
* Opinberar eftirlitsskýrslur með fjölkorna áburði síðustu fimm árin leiða í ljós að milli 10% og 56% af sýnunum stóðust ekki.
* SEGES gerði dreifipróf árið 2015. Úrtakið var tilviljunarkennt og 4 af 6 áburðartegundum skorti næringarefni og voru því utan leyfilegra frávika staðla Evrópusambandsins.
http://www.sagro.dk/nyhedsarkiv/forsvundne-goedningsproever-giver-daarlig-stemning