Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2014/15 er komin út.  Verðskráin gildir til 31. desember 2014 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða ríkulegur staðgreiðsluafsláttur.
Verðhækkun á áburði
Heimsmarkaðsverð á áburði hefur hækkað umtalsvert milli ára. Ekki sér enn fyrir endann á hækkun á áburði erlendis.

Við ráðleggjum þeim viðskiptavinum sem ekki hafa nú þegar keypt Yara áburð að ganga frá pöntun sem fyrst til að tryggja hagstæð áburðarkaup fyrir vorið.

Einkorna áburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði. Áburðarkaup eru einugis hluti af kostnaði við búreksturinn og því skiptir mestu máli að hámarka verðmæti uppskerunnar og þá skipta gæði áburðarins verulegu máli.

Nánari upplýsingar:

Yara verðskrá og áburðartegundir janúar 2014