– Hentar vel fyrir korn!
Efnagreiningar plantna sýna að mangan (Mn), sink (Zn), magnesíum (Mg) og kobbar (Cu) takmarkar oft kornuppskeru.
Venjulega er skortur á tveimur eða fleiri næringarefnum samtímis.
Myndin til hægri sýnir niðurstöðum 213 blaðgreininga á korni frá tilraunum Yara í Svíþjóð.
Í 53% þeirra prófanna sem sýndu koparskort var einnig skortur á mangan og eða sinki. Í 44% af prufunum sem skorti mangan skorti einnig kopar og eða sink.
Lágt kopar (Cu) og mangan (Mg) gildi er venjulega á „ljósum jarðvegi“ yfir öllu landinu. Jörð með hátt pH bindur oft Mn, Cu og Zn.
Það er því skynsamlegt að dreifa blöndu snefilefna þegar vart verður við skorts einkenni af einu eða fleiri næringarefnum.
Aukin trygging á meiri uppskeru
Við mikla uppskeru hefur kornplantan þörf fyrir stærri skammti af snefilefnum en í meðaluppskeru. Til að auka uppskeruna en frekar kann að vera nauðsynlegt að tryggja sig fyrir næringarskorti með blað áburði sem inniheldur snefilefni. Sjá súlurit á mynd 1.
Kostir YaraVita GRAMITREL
- Inniheldur þau næringarefni sem oft eru takmörkuð í kornuppskeru t.d. Mn, Sn, Mg og Cu.
- Góð viðloðun við plöntur og skolast því ekki auðveldlega af við rigningu. Góð upptaka þó svo að plöntur séu með vaxkenndum blöðum.
- Getur blandast með flestum varnarefnum, sjá Tankmix.com
- Leysist fljótt og auðveldlega upp í tank úðunardælunnar.
Notið YaraVita GRAMITREL þegar:
- Kornið er í miklum vexti t.d. á því stigi þegar strávöxtur á sér stað. Þá ná ræturnar ekki að taka upp næga næringu til að nýta vaxtargetur plantanna að fullu. Skortur kemur niður á magni og gæðum uppskeru
- Akurinn hefur verið undir álagi t.d. á þurrkatíma eða þegar veður er kalt. Þegar vöxturinn byrjar er oft ójafnvægi á aðgengi að snefilefnum sem getur leitt til neikvæðra uppskeruáhrifa.
- YaraVita GRAMITREL gefur sterkari kornplöntu sem þolir stressaðstæður t.d. þurrk mun betur. Þetta hefur svo áhrif á uppskerugetuna í kornakrinum.
Mynd 1. Hér má sjá áhrif YaraVita GRAMITREL á uppskeru í byggakri. Í þessari tilraun var verið að skoða áhrif YaraVita GRAMITREL á skort allra annar næringarefna en mangan. Því var borið á mangan til að fyrirbyggja þann skort. Að meðaltali var uppskeru aukning um 175 kg/ha sem sýnir að skortur á kopar, sink eða magnesíum eða samblanda af skorti þessar næringarefna takmarkar uppskeruna. Í tilrauninni var akurinn úðaður með GRAMITREL rétt fyrir strávöxt, 2 l/ha. Borinn var á NPK áburður frá Yara með brennisteini. Niðurstöðurnar eru meðaltal fjögra tilrauna á Gotland (Svíþjóð) 2012-2013. |
---|