Sláturfélag Suðurlands tók nú í haust yfir 100 heysýni víðsvegar af landinu en þó mest á suður- og vesturlandi. Veðurfar var óvenjulegt nú í ár að því leiti að það rigndi mjög mikið á suður- og vesturlandi auk þess var kalt. Tíðarfar var mun betra á norður og austurlandi.  Að þessum sökum hófst sláttur í seinna lagi um sunnan og vestanvert landið eða um mánaðarmótin júní/júlí en í fyrra hófst sláttur mun fyrr eða um mánaðarmótin maí/júní.

Þrátt fyrir rysjótt veður þá var uppskeran víðast hvar betri en menn þorðu að vona. Ef skoðuð eru meðaltöl fyrir fyrri slátt þá er orkan 0,88 FEm og próteinið 150 sem er mjög sambærilegt frá því í fyrra.

Mynd 1: Viðmið fyrir prótein er 140-180 g/kg, svörtu línurnar sýna neðri og efri mörk. X-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Ekki er gott að prótein sé mikið hærra þar sem þá fer aukin orka í niðurbrot á próteininu. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Ef prótein fer undir eða yfir viðmiðunarmörk ætti að skoða sláttur tíma og köfnunarefnisáburðargjöf.

Steinefnainnihaldið er nokkuð gott í heysýnunum. Ef meðaltölur heysýna eru skoðaðar fyrir fyrri slátt þá er fosfór (P), magnesíum (Mg), kalí (K), brennisteinn (S) á pari eða yfir viðmiðunargildum.

Mynd 2: Viðmið fyrir fosfór (P) er 3-4 g/kg, svörtu línurnar sýna neðri og efri mörk. X-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Ef fosfór er undir viðmiðunarmörkum þá er mikilvægt að skoða hlutina í samhengi, hve mikinn fosfór hefur verið borin á og hver kalsíum staðan sé. Mikilvægt er að sýrustigið sé rétt því fosfórinn binst auðveldlega jarðvegi.

 

Mynd 3: Viðmið fyrir kalí (K) er 18-28, svörtu línurnar sýna neðri og efri mörk. X-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Ef kalí er undir viðmiðunarmörkum er rétt að skoða sögu túnsins með tilliti til hvort túnið hafi fengið skít eða ekki, skoða áburðargjöfina og taka skítasýni. 57 % sýnanna eru undir viðmiðunarmörkum fyrir kalí (K)!

 

Mynd 4: Viðmið fyrir brennistein (S) er 2-4, svörtu línurnar sýna neðri og efri mörk. X-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Ef brennisteinn fer undir viðmiðunarmörkum er vert að skoða áburðargjöfina og velja áburð sem inniheldur brennistein. Flestar áburðartegundir sem Sláturfélag Suðurlands bíður upp eru ríkar af brennisteini þá má sérstaklega nefna köfnunarefnisáburðinn Opti-NS.

Kalsíum (Ca) og natríum (Na) eru hins vegar undir viðmiðunargildum. Það er því mjög mikilvægt að bændur hugi vel að kölkun túna. Góðir kalk gjafar sem Sláturfélag Suðurlands er að selja eru kalksaltpétur https://yara.is/vara/kalksaltpetur/ og Mg-kalk https://yara.is/vara/mg-kalk-kornad/ https://yara.is/vara/mg-kalk-0-2-2mm/ einnig erum við með umboðssölu fyrir skeljasand frá Björgun í Reykjavík.

Mynd 5: Viðmið fyrir kalsíum (Ca) 4-6, svörtu línurnar sýna neðri og efri mörk. X-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Ef kalsíum er undir viðmiðunarmörkum þá er nauðsynlegt að kalka. 71 % sýnanna eru undir viðmiðunarmörkum fyrir kalsíum (Ca)!

Mikilvægt er að sýrustig sé á bilinu 5,8-6,5 til að sáðgresi þrífist sem best. Nytjajurtir af krossblómaætt s.s. fóðurkál, fóðurnæpur og smári þurfa fremur hátt sýrustig. Bygg er mjög viðkvæmt fyrir súrri jörð og því er enn mikilvægara að huga að réttu sýrustig ef rækta á þessar nytjajurtir.

Þegar sýrustigið er „rétt“ þá eru mikilvæg næringarefni mun aðgengilegri fyrir plönturnar og áburður nýtist því mun betur. Uppskeran verður því meiri og gæðin betri. Jarðvegsbyggingin verður betri og því eykst hæfni jarðvegs á tilfærslu lofts og vatns.

Almennt eru snefilefnin góð í heyjum. Selenið lækkar milli ára og er rétt undir viðmiðunarmörkun. Ástæða lækkunar á seleni er líklegast sú að bændur slógu almennt seinna í ár en í fyrra. En selenið lækkar eftir því sem líður á sumarið í grasinu. Bændur hafa í vaxandi mæli valið selenbættan áburð sem hefur skilað sér í bættu heilbrigði hjá búfé. Sláturfélag Suðurlands er að selja fimm áburðartegundir sem eru selenbættar.

https://yara.is/vara/np-26-4-se/

https://yara.is/vara/np-25-2se-600-kg/

https://yara.is/vara/npk-27-3-3-se/

https://yara.is/vara/npk-23-3-8se-600-kg/

https://yara.is/vara/npk-22-6-6-se/

 

Höfundar: Margrét Ósk Ingjaldsdóttir og Unnsteinn Snorri Snorrason