OPTI-NS er frábær viðbót fyrir seinni slátt.

YaraBela OPTI-NS 27-0-0 (4S)

Eingildur köfnunarefnisáburður (Ammoniumnitrat), með kalki (6% Ca), magnesium (0,7% Mg) og brennisteini (3,7% S).

OPTI-NS hentar á tún og grænfóðurakra sem fá nægan búfjáráburð til þess að uppfylla þarfir fyrir fosfór og kalí en þurfa á brennisteini (S) að halda. Brennisteinsskortur getur einnig verið fyrir hendi án þess að það sjáist á plöntunum en haft áhrif á prótein- og orkuinnihald þeirra. OPTI-NS hentar einnig vel sem viðbótaráburður t.d. á milli slátta.

Gott hlutfall kalks (Ca) í áburðinum hefur jákvæð áhrif á sýrustig jarðvegs en kalk skortir í mörg tún, auk hæfilegs magnesium innihalds (Mg).

YaraBela OPTI-NS er enn til á öllum afgreiðslustöðum.