Kalksalpeter er mjög áhrifaríkur til að uppfylla viðbótar köfnunarefnisþörf að vori og milli slátta.

YaraLiva KALKSALPETER

Eingildur köfnunarefnisáburður með háu kalsíum (Ca) innihaldi (18,8%), hækkar því sýrustig (pH) jarðvegs.

Köfnunarefnið er nær eingöngu á formi nítrats (14,4%) og ammonium nitrats (1,1%), sem er plöntum aðgengilegt form og hefur ekki sýrandi áhrif á jarðveg.

Nítrat hefur þann eiginleika að vera auðnýtanlegt fyrir plönturnar við kaldar og blautar aðstæður snemma vors. Kalksalpeter getur því hentað sérstaklega vel fyrir vorbeit og þegar bera þarf köfnunarefnisviðbót, t.d. á milli slátta.

Kalksalpeter hefur þann eiginleika að leysast mjög vel upp. Hann hentar því ákaflega vel þegar bera þarf á köfnunarefnisáburð í þurrkatíð eða sem viðbót þegar þarf að bregðast við augljósum skorti á köfnunarefni.

Kalksalpeter hentar í kornrækt sem viðbótar- og aukaáburðargjöf á köfnunarefni undir þurrum aðstæðum. Einnig hentugur til að leiðrétta köfnunarefnisstöðu í gulnuðum ökrum eftir afnítrun(denitrification). Hentar sem viðbótar- eða aukaáburðargjöf við ræktun kartafla sé þörf á auknu köfnunarefni. Veitir einnig gott framboð af kalsíum. Mælt er með 15-40 kg á hektara.

YaraLiva KALKSALPETER er enn til á öllum afgreiðslustöðum.